Framtakssjóður Íslands lagður niður

Tilkynnt var í dag að starfsemi Framtakssjóðs Íslands verði lögð …
Tilkynnt var í dag að starfsemi Framtakssjóðs Íslands verði lögð niður. F.v.: dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ, og Herdís Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ. Ljósmynd/Aðsend

Undirbúningur er hafinn við að leggja niður starfsemi Framtakssjóðs Íslands. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í dag og stefnt er að því að sjóðurinn hætti störfum árið 2010.

Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ) var stofnaður í desember 2009 af 16 lífeyrissjóðum. Síðar bættust Landsbankinn og VÍS í hóp hluthafa. Tilgangur sjóðsins var, ásamt því að ávaxta innborgað hlutafé, að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og taka þannig þátt í enduruppbyggingu þess í kjölfar efnahagshrunsins og hruns íslensku bankanna. Áætluð heildarverðmæti FSÍ frá stofnun eru 90,9 milljarðar króna.

Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður á morgun, 14. mars, verði lagt til að greiddir verði út 11,7 milljarðar króna. Hefur sjóðurinn þá frá stofnun hans greitt eigendum sínum til baka 86,2 milljarða króna. Áætlað gangvirði eftirstandandi eigna er um 4,6 milljarðar króna.

Á fundinum í dag kynnti dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, rit sem hann hefur unnið um starfsemi sjóðsins og ber heitið Framtak við endurreisn. Ritið inniheldur mat höfundar á starfsemi sjóðsins og þeim lærdómi sem hann telur að unnt sé að draga af starfsemi hans til lengri tíma litið.

Framtakssjóðurinn fjárfesti í öllum atvinnugreinum landsmanna og endurreisti fyrirtæki sem voru í fjárhags- og eða rekstrarvanda. Á starfstíma sínum fjárfesti FSÍ í níu fyrirtækjum fyrir um 43 milljarða króna. 

„Þessi vegferð Framtakssjóðsins hefur verið mjög árangursrík. Með fjárfestingum sjóðsins í íslensku atvinnulífi hefur átt sér stað mikil verðmætasköpun, bæði efnahagsleg og samfélagsleg. Lok starfsemi sjóðsins marka því viss tímamót og kaflaskil í uppgjöri þjóðarinnar við bankahrunið. Í upphafi voru sjóðnum sett viss tímamörk til að sinna hlutverki sínu við uppbyggingu atvinnulífsins og því hlutverki er nú lokið,“ er haft eftir Þorkeli Sigurlaugssyni, stjórnarformanni FSÍ, í tilkynningu. 
 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK