Tillaga Guðmundar um sölu í N1 felld

Mynd úr safni.

Tillaga Guðmund­ar Ragn­ars­sonar, formanns VM – fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna og stjórn­ar­manns í Gildi-líf­eyr­is­sjóði, um að selja hluta­bréf Gildis í N1, var felld á stjórnarfundi sjóðsins í morgun. 

Þetta staðfestir Gylfi Gíslason, formaður stjórnar Gildis sem á 9,22% hlut í olíufélaginu, í samtali við mbl.is. Hann nefnir að stjórn N1 hafi verið falið að vinna að nýrri starfskjarastefnu og því verði fylgt eftir. 

Á aðalfundi N1 var samþykkt að bæta við starfskjarastefnu félagsins bráðabirgðaákvæði þess efnis að starfskjarastefna félagsins yrði endurskoðuð ítarlega og boðað yrði til hluthafafundar innan tveggja til fjögurra mánaða þar sem ný og breytt starfskjarastefna yrði lögð fram.

„Við munum fylgjast með því í framhaldinu. Afstaða okkar kom skýrt fram á aðalfundinum og við lögðum fram bókun þar sem hún var útskýrð,“ segir Gylfi. 

Í svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins við fyrirspurn mbl.is segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að selja bréf í N1. Hins vegar komi til greina að útfæra ákvæði í hluthafastefnu LSR sem ná til launakjara æðstu stjórnenda í fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í. A-deild LSR á 8,24% hlut í N1 og B-deild 3,2% hlut. 

<span>Þá hafði Almenni lífeyrissjóðurinn svarað fyrirspurn mbl.is fyrir aðalfund N1 þannig að sjóðurinn ætlaði frekar að beita sér sem hluthafi á fundinum fyrir skýrari starfskjarastefnu frekar en að selja alla hluti í félaginu, þar sem það þjónaði betur hagsmunum sjóðfélaga Almenna. Almenni á 4,60% hlut í N1. </span>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK