Kvarta undan kynferðislegri áreitni

McDonald's.
McDonald's. AFP

Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa lagt fram formlega kvörtun gegn fyrirtækinu vegna kynferðislegrar áreitni í starfi. Kvörtunin er lögð fram til Jafnréttisstofu, US Equal Employment Opportunity Commission.

Starfsmennirnir eru allt konur, sú yngsta er 15 ára gömul. Þær kvarta undan káfi, viðreynslu, klúru tali og ósæmilegri hegðun í þeirra garð. 

Í tilkynningu frá McDonald's kemur fram að fyrirtækið taki slíkar ásakanir mjög alvarlega og þeir sem eru með viðskiptasérleyfi á nafni keðjunnar eigi að gera slíkt hið sama. Fyrir tveimur árum voru lagðar fram svipaðar kvartanir á hendur fyrirtækinu. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK