Rannsaka flóknar fléttur

Á bensínstöð Shell við Miklubraut.
Á bensínstöð Shell við Miklubraut. mbl.is/Þórður

Meðal þess sem rannsókn Héraðssaksóknara beinist að og tengist handtökum og skýrslutökum yfir fyrrverandi eigendum olíufélagsins Skeljungs, er með hvaða hætti forsvarsmenn fyrirtækisins greiddu fyrir 49% hlut í fyrirtækinu árið 2010. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Þá keyptu hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, fyrrnefndan hlut af Íslandsbanka en tæpum tveimur árum fyrr höfðu þau keypt meirihlutann í félaginu af Glitni, forvera bankans.

Gögn í málinu benda til þess að fjármunir dótturfélags Skeljungs, S-fasteigna ehf., hafi verið notaðir til að greiða drýgsta hluta kaupverðsins. Slík ráðstöfun er óheimil, lögum samkvæmt. 

Rannsaka einnig eignaflutning

Þá mun rannsókn saksóknara einnig beinast að því hvort veð Íslandsbanka gagnvart skuldum eignarhaldsfélagsins Skel Investment hafi verið rýrð með óeðlilegum hætti í aðdraganda þess að það fór í þrot. Upphaflega hélt félagið á 51% hlut Svanhildar Nönnu og Guðmundar í Skeljungi. Á fáum árum minnkaði sú eignarhlutdeild í tæpan þriðjung hlutafjárins og fluttist hlutafé við það inn í önnur félög í þeirra eigu. Grunur leikur á því að of lágt endurgjald hafi komið fyrir þau verðmæti.

Þá mun einnig vera til rannsóknar með hvaða hætti fyrrverandi starfsmenn Íslandsbanka sem komið höfðu að sölu Skeljungs, þau Einar Örn Ólafsson, sem árið 2009 tók við starfi forstjóra Skeljungs, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Þór Guðjónsson, eignuðust árið 2011 hvert um sig 22% hlut í færeyska olíufélaginu P/F Magn sem Guðmundur og Svanhildur Nanna höfðu átt að fullu frá árinu 2009. Þrír sakborninganna sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja sem skráð eru á markað í Kauphöll Íslands, VÍS, TM og Kviku. Félögin gerðu Fjármálaeftirlitinu viðvart um þá stöðu sem upp var komin þegar héraðssaksóknari réðst í aðgerðir gagnvart stjórnarmönnunum síðastliðinn fimmtudag. Fjármálaeftirlitið neitar að gefa upp hvort hæfi þeirra sé til athugunar á vettvangi stofnunarinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir