Spá 0,4% verðbólgu í júní

Bensín- og díselverð kemur til hækkunar á vísitölu neysluverðs skv. …
Bensín- og díselverð kemur til hækkunar á vísitölu neysluverðs skv. niðurstöðum greiningardeildar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiningardeild Arion banka spáir 0,4 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í júní, sem er meiri hækkun en síðasta spá greiningardeildarinnar ráðgerði. Í nýrri spá greiningardeildarinnar hækkar 12 mánaða taktur verðbólgunnar í 2,4 prósent úr 2,0 prósentum frá því í síðasta mánuði. 

Helstu áhrifaliðir á verðbólguna í júní eru bensínverð og flugfargjöld og eru báðir þessir liðir líklegir til að vera til hækkunar. Mæling greiningardeildarinnar bendir til 2,7 prósenta hækkunar á bensínverði og 3,3 prósenta hækkunar á díselverði.

Mæling á þróun flugfargjalda bendir til um 5,8 prósenta hækkunar á flugfargjöldum frá því í maí sem hefur 0,08 prósenta áhrif til hækkunar á vísitölu. Undanfarin sex ár hefur flugliðurinn hækkað í júní þegar háönn ferðaþjónustunnar gengur í garð og ferðamannastraumurinn þyngist. 

Greiningu greiningardeildar Arion banka má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK