Spá 0,4% verðbólgu í júní

Bensín- og díselverð kemur til hækkunar á vísitölu neysluverðs skv. ...
Bensín- og díselverð kemur til hækkunar á vísitölu neysluverðs skv. niðurstöðum greiningardeildar Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiningardeild Arion banka spáir 0,4 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í júní, sem er meiri hækkun en síðasta spá greiningardeildarinnar ráðgerði. Í nýrri spá greiningardeildarinnar hækkar 12 mánaða taktur verðbólgunnar í 2,4 prósent úr 2,0 prósentum frá því í síðasta mánuði. 

Helstu áhrifaliðir á verðbólguna í júní eru bensínverð og flugfargjöld og eru báðir þessir liðir líklegir til að vera til hækkunar. Mæling greiningardeildarinnar bendir til 2,7 prósenta hækkunar á bensínverði og 3,3 prósenta hækkunar á díselverði.

Mæling á þróun flugfargjalda bendir til um 5,8 prósenta hækkunar á flugfargjöldum frá því í maí sem hefur 0,08 prósenta áhrif til hækkunar á vísitölu. Undanfarin sex ár hefur flugliðurinn hækkað í júní þegar háönn ferðaþjónustunnar gengur í garð og ferðamannastraumurinn þyngist. 

Greiningu greiningardeildar Arion banka má finna hér.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir