Kanna mögulegan rétt til skaðabóta

Vodafone ætlar að kanna rétt sinn til skaðabóta vegna brota …
Vodafone ætlar að kanna rétt sinn til skaðabóta vegna brota Símans á fjölmiðlalögum. Ljósmynd/Aðsend

Vodafone ætlar að kanna rétt sinn til skaðabóta vegna brota Símans á fjölmiðlalögum þegar fyrirtækið beindi viðskiptum viðskiptamanna Sjónvarps Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Sýn, móðurfélag Vodafone, segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar benda til þess að Síminn hafi með athæfi sínu misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið samkeppnislög.

Líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í dag lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann hf. vegna brota Símans á fjölmiðlalögum en Sýn og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu til stofnunarinnar vegna meintra brota Símans. Síminn og dótturfélag Símans, Míla ehf. mótmæltu hins vegar að brotin hefðu átt sér stað.

Brotið fólst í því að þeir neyt­end­ur sem hafa viljað kaupa áskrift að ólínu­legu sjón­varps­efni Sím­ans, Sjón­varpi Sím­ans Premium, hafa þurft að vera með mynd­lyk­il frá Sím­an­um sök­um þess að viðkom­andi mynd­efni hef­ur síðan 1. októ­ber 2015 ein­ung­is verið dreift yfir svo­kallað IPTV-kerfi Sím­ans og mynd­lykla Sím­ans. Fyr­ir þann dag var einnig hægt að sjá ólínu­legt mynd­efni Sjón­varps Sím­ans í gegn­um kerfi Voda­fo­ne.

Í tilkynningu frá Sýn segir að félagið hafi frá upphafi talið aðgerðir Símans á sjónvarpsmarkaði í andstöðu við það ákvæði fjölmiðlalaga sem bannar fjölmiðlaveitu að beina viðskiptum viðskiptamanna að tengdu fjarskiptafyrirtæki. „Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur lögbundið eftirlit með þessu ákvæði fjölmiðlalaga, hefur með ákvörðun sinni tekið að fullu undir þessi sjónarmið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK