Samkeppniseftirlitið skoðar kaup Brims á HB Granda

Frá athafnasvæði HB Granda í Reykjavík.
Frá athafnasvæði HB Granda í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum HB Granda vegna skoðunar á því að myndast hafi yfirráð í skilningi 10. og 17. gr. samkeppnislaga þegar Brim hf. keypti 34,1% hlut í HB Granda fyrr á árinu. Var tilkynning þessa efnis birt á laugardag.

Eins og Morgunblaðið greindi frá á sínum tíma greiddi Brim 21,7 milljarða króna fyrir rösklega þriðjungshlut í HB Granda, eða 35 krónur á hlut. Með kaupunum skapaðist yfirtökuskylda sem aðeins lítill hópur hluthafa nýtti.

„Ekkert að fela“

Ef kaupin á HB Granda falla undir 10. og 17. gr. samkeppnislaga gæti það þýtt að viðskiptin væru háð leyfi Samkeppniseftirlitsins. Í viðtali við Morgunblaðið 20. apríl sagði Guðmundur Kristjánsson hjá Brimi, nú forstjóri HB Granda, að hann teldi ekki von á að samkeppnisyfirvöld gerðu athugasemd við kaupin enda selji fyrirtækin tvö nær allar afurðir sínar á erlendum mörkuðum og að lítil sem engin samkeppni sé á milli þeirra á innanlandsmarkaði.

„Ég held að það sé ekkert óeðlilegt við að eftirlitsstofnanir fylgist með viðskiptalífinu. HB Grandi hefur ekkert að fela og við munum svara [erindinu] eins vel og við getum,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið náði af honum tali á sunnudag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru fá ef nokkur dæmi um að það hafi komið til kasta samkeppnislaga vegna sambærilegra viðskipta í sjávarútvegi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK