Bréf í Icelandair hækkuðu um 2,4%

Icelandair hækkaði um 2,4 prósent í dag eftir slæman dag ...
Icelandair hækkaði um 2,4 prósent í dag eftir slæman dag í Kauphöllinni í gær. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 2,40% í 471 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag eftir að hafa fallið um rétt tæp 25 prósent á mánudaginn vegna slæmrar afkomuviðvörunar. Var gengi hlutabréfa félagsins 9,80 í lok dags og hækkaði félagið mest allra í dag.

Alls var veltan í Kauphöllinni í dag 723 milljónir króna og hækkaði OMXI8-úrvalsvísitalan um 0,60 prósent í viðskiptum dagsins.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir