Taka verði mið af hagsmunum neytenda

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna..
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.. mbl.is/Eggert

Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna.

Greint var frá því fyrr í dag að stjórn Icelanda­ir Group hafi gert kaup­samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í flug­fé­lag­inu WOW air. Kaup­in eru m.a. gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar.

Neytendasamtökin segja að tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum, neytendum til hagsbóta.

„Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls,“ segir í ályktuninni sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir