Mega ekki fella niður viðbótarafslátt

Ljósmynd/Aðsend

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því í október í fyrra um að Íslandspósti hafi ekki verið heimilt að fella niður viðbótarafslætti sína hjá söfnunaraðilum á póstmarkaði.

Ákvörðunin skipt­ir fyr­ir­tæk­in Burðar­gjöld og Póst­markaðinn mestu máli, en þau hafa safnað pósti frá stór­not­end­um og miðlað áfram til Ísland­s­pósts og þannig fengið auk­inn magnafslátt til sín.

Íslandspóstur ákvað í apríl í fyrra að fella viðbótarafsláttinn niður. Sagði fyrirtækið eftir skoðun og mat á kostnaðarhagræði að ekki væri tilefni til afsláttarins og yrði hann felldur niður síðar það ár. Póst- og fjarskiptastofnun beitti hins vegar bráðabirgðaákvörðun og bannaði fyrirtækinu að fella afsláttinn niður og staðfesti svo þá ákvörðun í lok október í fyrra. Málið fór svo fyrir úrskurðarnefndina sem nú hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar.

Í úrskurðinum kemur fram að ekki verði séð að Íslandspóstur hafi stutt mál sitt með gögnum varðandi mismun á aðferðafræði Íslandspósts og Póst- og fjarskiptastofnunar, en stofnunin hafði áður gert útreikning á kostnaðargreiningu sem stuðst var við.

Sagði þar að eft­ir skoðun og mat á mögu­legu kostnaðar­hagræði og þar með for­sendu fyr­ir magnafslætti gæfi það ekki til­efni til af­slátt­ar og yrðu þeir því felld­ir niður að fullu í sept­em­ber.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir