Kyrrsettu vél Ryanair

Flugvél Ryanair. Mynd úr safni.
Flugvél Ryanair. Mynd úr safni. AFP

Flugmálayfirvöld í Frakklandi hafa kyrrsett eina Boeing 737 flugvél í eigu írska lágfargjaldaflugfélagsins Ryanair á flugvellinum í Bordeaux. Ástæða kyrrsetningarinnar er ógreidd upphæð upp á 525 þúsund evrur, eða sem nemur 73 milljónum íslenskra króna. Átti flugfélagið að greiða upphæðina eftir að Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ívilnanir sem flugfélagið fékk árið 2008 og 2009 hafi verið ólögmætar.

Á vef BBC er vísað í tilkynningu franskra flugmálayfirvalda sem segja aðgerðina vera óheppilega, en 149 farþegar komust ekki leiðar sinnar vegna málsins. Hins vegar hafi þessi leið verið farin þangað til félagið greiði upphæðina til baka.

Þetta er enn eitt vandamálið sem hefur komið upp í rekstri Ryanair að undanförnu, en félagið hefur glímt við verkföll víða um Evrópu. Hafa niðurfellingar vegna verkfallanna meðal annars kostað félagið 1,2 milljarða evra og lækkaði hagnaður félagsins um 7% vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK