Klasar skekkja samkeppnina

Tómas Hilmar Ragnarz.
Tómas Hilmar Ragnarz. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri og eigandi Regus-skrifstofufyrirtækisins, segir að það skekki samkeppnisstöðuna á markaðnum þegar ríki og sveitarfélög niðurgreiði sambærilegt húsnæði.

„Þar er ég að tala um fyrirtækjaklasa fyrir frumkvöðla í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði til dæmis, sem niðurgreiddir eru af skattfé, hvort sem er með beinum hætti eða með lægri fasteignagjöldum. Þarna kemur fram mikil skekkja því við erum að bjóða það sama, en borgum fullt markaðsverð fyrir okkar húsnæði. Þetta er eflaust niðurgreitt með góðum hug en skekkir alla samkeppni,“ segir Tómas í samtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Regus á Íslandi hefur vaxið með miklum hraða síðustu ár. „Við höfum farið úr 15 skrifstofum í 200 á fjórum árum. Svo bætist Höfðatorg við sem og Urðarhvarfið á næsta ári.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir