Fjárþörfin mikil næsta árið

Vinna við áreiðanleikakönnum í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group …
Vinna við áreiðanleikakönnum í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air gaf til kynna að sjóðstreymi WOW air yrði neikvætt allt næsta ár samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. mbl.is/Eggert

Vinna við áreiðanleikakönnun sem gerð var í tengslum við fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW air, sem runnu út í sandinn fyrir viku síðan, leiddi í ljós að fjárþörf fyrirtækisins á komandi misserum er mjög mikil. Þannig mátu sérfræðingar stöðuna að félagið þyrfti að öllu óbreyttu á 15 milljarða króna innspýtingu á þessu ári og hinu næsta til þess að halda sjó. Mun sú mikla fjárþörf hafa átt stóran þátt í því að ekkert varð af kaupunum.

ViðskiptaMogginn bar fyrrnefnda upphæð undir Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW Air. Hann sagði töluna „fjarri lagi,“ en fór ekki nánar út í að skýra hver fjárþörfin væri.

Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem teiknaðar voru upp í samrunaferlinu sem rann út í sandinn var gert ráð fyrir því að sjóðstreymi WOW air yrði neikvætt allt næsta ár. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Þegar lagt var af stað í viðræður um þau var fyrst gert ráð fyrir að það yrði jákvætt í júní næstkomandi.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK