WOW selur flugtíma sína á Gatwick

WOW air hefur selt flugtíma sína á Gatwick.
WOW air hefur selt flugtíma sína á Gatwick. mbl.is/Eggert

Flugfélagið WOW air mun frá og með 31. mars aðeins fljúga á einn flugvöll við London, en það er London Stansted. Áður flaug WOW air bæði á Gatwick flugvöll og Stansted flugvöll. WOW air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.

Hvorki eru veittar upplýsingar um kaupverð né kaupanda á flugtímunum á Gatwick og er borið við trúnaðarsamkomulagi við kaupanda. 

Brottfarartímar haldast óbreyttir en flogið er daglega frá Keflavíkurflugvelli kl. 06:10 að morgni og lent kl. 10:20 að staðartíma í London. Brottför frá London Stansted flugvelli er kl. 11:20.

Núverandi flugáætlun WOW air fyrir London Gatwick helst óbreytt þar til skiptingin á sér stað þann 31. mars.

Segir félagið að með þessari breytingu sé verið að hagræða í rekstri og á sama tíma að skapa aukin tækifæri til áframhaldandi vaxtar á breska markaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK