Bæta við Boeing 747 fraktflugvél í flotann

Vöruflutningaþota Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400.
Vöruflutningaþota Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400.

Flugfélagið Atlanta mun á næstu dögum ganga frá kaupum á Boeing 747-400 fraktflugvél ef allt fer sem horfir, en lokaskoðun vélarinnar fer nú fram í Taívan. Vélin er framleidd árið 1995 og að sögn forstjóra fyrirtækisins, Baldvins M. Hermannssonar, nemur kaupverð á sambærilegum flugvélum um 20 milljónum bandaríkjadala, eða um 2,4 milljörðum króna.

Sem stendur er félagið með sjö Boeing 747-400 farþegavélar í rekstri og fimm 747-400 fraktvélar sem allar eru á blautleigusamningum (með áhöfn). Verður nýja þotan því sú sjötta en því til viðbótar er Atlanta með eina Airbus 340 í flotanum sem rekin er fyrir hönd Air Madagascar. Félagið er um þessar mundir að þreifa fyrir sér með frekari þróun á flotanum þar sem einna helst Airbus 330 og Boeing 777 koma til greina.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir