Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

Michael Ridley er annar frá vinstri á leiðinni úr Stjórnarráðinu.
Michael Ridley er annar frá vinstri á leiðinni úr Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air.

Ridley var einn af helstu ráðgjöfum Íslands þegar bankahrunið varð og kom hann á þeim tíma til landsins í einkaþotu frá London ásamt tveimur öðrum sérfræðingum frá J.P. Morgan.

Verkefni þeirra var að sannfæra ríkisstjórn Íslands um að lengra yrði ekki gengið í þeirri viðleitni að bjarga viðskiptabönkunum þremur sem stóðu á fjárhagslegum brauðfótum.

Fundarhöldunum í Stjórnarráðinu lauk fyrir skömmu. Á meðal þeirra sem einnig sátu fundinn voru Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, Bjarni Benediksson fjármálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmála- og ferðamálaráðherra.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK