„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

Steinn Logi Björnsson.
Steinn Logi Björnsson. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég held það hefði aldrei verið neitt vit í því fyrir Icelandair að kaupa WOW air. Spurningin var helst sú hvort hægt væri að kaupa flugrekstrarleyfið og nálgast vélarnar þannig,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræðuslit Icelandair og WOW air.

Steinn Logi hafði áður rætt það við mbl.is að hvatinn fyrir Icelandair til þess að setjast aftur við samningaborðið með WOW air væri helst óvissan í tengslum við Boeing 737 MAX 8-þoturnar. 

„Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW minnkað,“ segir Steinn Logi.

mbl.is/Eggert

Aðspurður hvort hann telji einhverja von fyrir flugfélagið WOW segir Steinn Logi að Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hafi sýnt gríðarlega þrautseigju og að hann skuli ekki afskrifa flugfélagið.

„Það verður að segjast alveg eins og er að Skúla Mogensen hefur tekist að teygja úr þessu alveg ótrúlega svo maður skyldi aldrei segja aldrei með einhver næstu skref. Hann hefur sýnt rosalega þrautseigju, en á meðan hann hefur sýnt þessa þrautseigju hefur tapið bara aukist.“

frétt Túrista.is um afkomu síðasta árs, þar sem greint er frá því að félagið hafi tapað 20 milljörðum, á staðreyndum byggð sé stöðunni þó varla viðbjargandi. „Ef þær upplýsingar sem þar koma fram eru réttar þá er þetta náttúrulega gjörsamlega búið.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK