Greiða út tæpa tvo milljarða í arð

Aðalfundur HB Granda var haldinn í dag.
Aðalfundur HB Granda var haldinn í dag. mbl.is/Hjörtur

Aðalfundur HB Granda hf. samþykkti í dag að greiða út 1 kr. í arð vegna ársins 2018, alls að fjárhæð 1.813.658.723 kr. og verður arðurinn greiddur út 30. apríl nk. 

Samþykkt var að þóknun til stjórnarmanna vegna næsta árs verði 292.125 kr. á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður fái tvöfaldan hlut.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins, en hana skipa Anna G. Sverrisdóttir, Eggert Benedikt Guðmundsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson. Á fyrsta fundi var Kristján Þ. Davíðsson skipaður formaður og Anna G. Sverrisdóttir varaformaður.

Þá var samþykkt heimild til að kaupa eiginhluti í félaginu. Stendur hún í 18 mánuði og takmarkast m.a. við að eignarhald félagsins, og dótturfélaga þess, fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir