Önnur flugvélin fer í fyrramálið

Þotan TF-SKY, sem hér sést á mynd, verður flogið frá …
Þotan TF-SKY, sem hér sést á mynd, verður flogið frá Keflavík á morgun. mbl.is/​Hari

Önnur flugvélanna sem Air lea­se corporati­on (ALC) á og WOW air var áður með á leigu fer frá Keflavík í fyrramálið klukkan níu. Hin vélin sem var kyrrsett af Isavia upp í skuldir WOW air við flugvöllinn verður áfram í Keflavík.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Vél­arn­ar sem ALC á og eru á Kefla­vík­ur­flug­velli eru TF-GPA og TF-SKY en sú síðarnefnda fer af landi brott í fyrramálið. Hún var ekki kyrrsett en Isavia var beðið um að verja vélarnar veðri og vindi á meðan næstu skref væru ákveðin.

Fulltrúar eigendanna komu og skoðuðu vélarnar í gær,“ segir Guðjón. Áfram verður fundað næstu daga út af kyrrsettu vélinni en Guðjón segir að það mál geti tekið einhvern tíma.

Áður hefur komið fram að Isavia hafi breytt kröfum vegna lendingargjalda sem komnar voru yfir gjalddaga í lán til tveggja ára en upphæð lánsins nemur um 1,8 milljörðum króna.

Ungverska flugfélagið Wizz air hyggst fljúga frá Keflavík til Luton-flugvallar í London sjö sinnum í viku. Mun þessi breyt­ing taka gildi í lok maí og standa til loka októ­ber­mánaðar hið minnsta en þá lýk­ur sum­aráætl­un Isa­via.

Hollenska flugfélagið Transavia mun fljúga frá Schiphol í Amsterdam til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí. Guðjón sagði þessar breytingar beina afleiðingu af sam­skipt­um Isa­via við flug­fé­lög um að bregðast við breytt­um aðstæðum á flug­markaði í kjöl­far gjaldþrots WOW air í síðustu viku.

„Við erum í samskiptum við flugfélög sem eru hér nú þegar og önnur,“ segir Guðjón og bætir við að hann geti ekki staðfest frekari breytingar á þessari stundu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK