TF-GPA færð inn í flugskýli í viðhald

TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 18. mars og …
TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 18. mars og hefur lengstan tíma staðið á flughlaðinu. Eigandi vélarinnar fékk hins vegar að ræsa hreyfla vélarinnar og færa hana í flugskýli til viðhalds. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Ein þekktasta flugvél landsins um þessar mundir, Airbus A321 með númerinu TF-GPA, sem áður var í notkun hjá WOW air og var síðar kyrrsett af Isavia á Keflavíkurflugvelli upp í skuldir WOW air, var í dag ræst og færð inn í flugskýli.

Ástæðan fyrir því er þó ekki að Isavia sé að breyta aðgerðum sínum vegna kyrrsetningarinnar, heldur fengu eigendur vélarinnar að ræsa hreyflana sem hluta af almennri athugun á ástandi vélarinnar. Þá var hún í kjölfarið einnig færð inn í flugskýli á flugvellinum til að fara í viðhald. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Segir Guðjón að þessi vinna hafi hafist í gær með ræsingu hreyflanna, en svo hafi hún verið flutt inn í flugskýlið. Fulltrúar á vegum ALC, eiganda vélarinnar, koma að viðhaldinu, en Guðjón segir að slíkt viðhald sé eðlilegt þegar um kyrrsettar vélar sé að ræða og Isavia hafi ekki staðið í vegi fyrir slíku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK