Vill að bresk stjórnvöld gefi grænt ljós á sæstreng

Þrýst er á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, að bresk stjórnvöld …
Þrýst er á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, að bresk stjórnvöld gefi verkefninu grænt ljós. AFP

Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem fer fyrir fyrirtækinu Atlantic Superconnection, vill að bresk stjórnvöld gefi grænt ljós umfangsmiklar framkvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raforku til Íslands í gegnum sæstreng.

Fjallað er um málið á vef The Times í dag. 

Þar segir að Truell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, en Truell segir að öll fjármögnun liggi fyrir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórnvalda.  

Greint hefur verið frá því, að Atlantic Superconn­ecti­on Corporati­on sé heiti á fé­lagi breskra fjár­festa sem miði að því að fjár­magna og setja upp 1.000 kíló­metra lang­an sæ­streng til Íslands. 

Truell segir að Atlantic Superconnection muni búa til mörg hundruð ný störf í norðausturhluta landsins verði verkefnið að veruleika. Hann segir að þetta muni ekki kosta ríkið neitt. 

Edi Truell.
Edi Truell.

Það þarf hins vegar staðfestingu frá stjórnvöldum svo að fyrirtækið teljist vera erlendur raforkuframleiðandi, sem þýðir að fyrirtækið geti selt raforku á niðurgreiddu verði samkvæmt stefnu breskra stjórnvalda um endurnýjanlega orku. 

Truell hyggst fá fjárfesta til að leggja samtals 2,5 milljarða punda í verkefnið, sem samsvarar tæpum 400 milljörðum kr. En markmiðið er að reka 1.600 km langa sæstreng sem flytji orku frá Íslandi til Bretlands. Truell segir að bandaríski bankinn JP Morgan, sem hefur veitt honum ráðgjöf, segi að um 25 fjárfestar, sem taki þátt í innviðafjárfestingum, séu mögulega reiðbúnir til að taka þátt í verkefninu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK