Ólafur Örn hættir hjá Kolibri

Ólafur Örn Nielsen framkvæmdastjóri Kolibri er að láta af störfum …
Ólafur Örn Nielsen framkvæmdastjóri Kolibri er að láta af störfum sem framkvæmdastjóri.

Ólafur Örn Nielsen lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Kolibri í haust. Þar hefur hann starfað um fimm ára skeið. Hann ætlar að einbeita sér að ráðgjöf í stafrænni vegferð og starfa sjálfstætt, undir merkinu Mantra ráðgjöf.

Þessar upplýsingar er að lesa úr Facebook-færslu Ólafs um starfslokin. Þar kveðst hann áfram munu vera á meðal hluthafa Kolibri og skilja það eftir í „frábærum höndum nýs framkvæmdastjóra sem verður kynntur von bráðar“.

Kolibri er hugbúnaðarfyrirtæki sem aðstoðar önnur fyrirtæki í stafrænum lausnum ýmsum, oftar en ekki með framsæknum aðferðum og inngripum inn í rekstur fyrirtækja. Dæmi um þjónustu er stafræn væðing fjármálakerfa hjá Reykjavíkurborg, sem Kolibri vann að. Aðrir viðskiptavinir hafa verið Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin og Landsnet.

Ólafur tók við hlutverki framkvæmdastjóra árið 2015 og hafði þar áður unnið um eins árs skeið sem sölu- og markaðsstjóri. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra af Pétri Orra Sæmundsen. Á Facebook segist Ólafur „stoltur af því að hafa leitt rekstur fyrirtækisins sem framkvæmdastjóri á tímabili þar sem umsvif þess tvöfölduðust“.

Ólaf­ur hef­ur starfað við sta­f­ræna vöruþróun í rúm­an ára­tug, meðal annars sem fram­kvæmda­stjóri Form5 og vef­markaðsstjóri hjá WOW air. Hann starfaði þá við vöruþróun hjá mbl.is og hjá Eddu útgáfu. Ólaf­ur situr í stjórn ÍMARK, fé­lags markaðsfólks á Íslandi, og var á sínum tíma formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK