Breytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins

Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.
Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Helga Viðarsdóttir tekur við af Ingibjörgu Pálmadóttur sem framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Ingibjörg, sem er annar eigandi blaðsins, er nú stjórnarformaður Torgs.

Með Ingibjörgu í stjórn er Helgi Magnússon, sem fyrr í sumar keypti helmingshlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins.

Greint er frá breytingunum á vef Fréttablaðsins. 

Þar kemur fram að Kristín Björg Árnadóttir sé fjármálastjóri Torgs og Gústaf Bjarnason auglýsingastjóri.

Torg ehf. rek­ur Frétta­blaðið, fretta­bla­did.is, markadur­inn.is, tíma­ritið Glamour og tengda starf­semi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK