Hjólarisi horfir til Reykjavíkur

Guðmundur Már Ketilsson, umboðsaðili Bird á Íslandi, bindur vonir við …
Guðmundur Már Ketilsson, umboðsaðili Bird á Íslandi, bindur vonir við að hjólin verði komin á stíga Reykjavíkur í lok sumars. AFP

Bandaríska fyrirtækið Bird, sem býður upp á stöðvalaus rafhlaupahjól til að fara á milli staða, er áhugasamt um að bjóða upp á þjónustuna á Íslandi. Þetta segir Guðmundur Már Ketilsson, sem hlotið hefur umboðið fyrir Bird á Íslandi.

Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum en hjól þess eru aðgengileg í hundrað borgum út um allan heim. Guðmundur Már er þessa stundina í viðræðum við fjárfesta um mögulega aðkomu að verkefninu þar sem umboðsaðilinn þarf sjálfur að fjárfesta í þeim hjólum sem verða í boði hér á landi. Segir hann þær viðræður ganga vel. Að sögn Guðmundar stefnir hann að því að um hundrað hjól frá Bird verði aðgengileg í Reykjavík í lok sumars.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK