Icelandair lækkar um 2,67%

Farið yfir stöðu mála hjá Icelandair í byrjun ágúst.
Farið yfir stöðu mála hjá Icelandair í byrjun ágúst. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 2,67% það sem af er degi í Kauphöll Íslands en þrenn viðskipti, fyrir rúmar 15,6 milljónir króna, hafa verið með bréf félagsins.

Síðustu viðskipti með flugfélagið voru á genginu 7,30 en verð á hlutabréfum félagsins hefur lækkað um rúm 20% það sem af er ári. 

Icelandair tapaði um 89,4 milljónum Bandaríkjadala, um 11 milljörðum króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í byrjun ágúst. Jókst tap félagsins frá sama tímabili í fyrra um nærri 50%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK