4.800 gestir á fyrstu tveimur tímunum

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Víkingsheimilið í dag …
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Víkingsheimilið í dag til að versla á markaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Markaðurinn er búinn að fara langt fram út væntingum,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir, versl­un­ar­eig­andi og einn helsti skipu­leggj­andi haustmarkaðarins Haust Pop-up! Markaðurinn hófst í Víkingsheimilinu í dag. Hann verður aftur opinn frá ellefu til fimm á morgun. 

Rúmlega 4.800 manns mættu á fyrstu tveimur tímunum og í heildina mældist gestafjöldinn tólf til þrettán þúsund. „Það var gott streymi í allan dag, ekkert smá margir. Oftast er mest í byrjun og fram að hádegi en það var meira að segja alveg pakkað undir lokin,“ segir Olga.

Skipuleggjendur markaðarins frá vinstri, Eyrún Anna Tryggva­dótt­irm Olga Helena Ólafs­dótt­ir …
Skipuleggjendur markaðarins frá vinstri, Eyrún Anna Tryggva­dótt­irm Olga Helena Ólafs­dótt­ir og Sara Björk Purk­hús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markaðurinn er líklega stærsti markaðurinn sem Olga hefur staðið fyrir en hún byrjaði ásamt fleirum að halda markaði fyrir netverslanir um jólin 2017. Þá voru verslanirnar 12 en í þetta skiptið eru þær rúmlega 70 talsins. Á síðasta markað mættu um 20.000 manns. 

Spurð hvort vörurnar séu ekki að klárast segir Olga: „Fólk er með lager og er að fylla á þannig að það er alltaf gott streymi. Við erum búin að þurfa að keyra nokkrum sinnum upp á lagerinn okkar á Nýbýlavegi til að fylla á birgðirnar af því að ákveðnir vöruflokkar hafa klárast.“

Eitthvað fyrir alla

Íbúar Latabæjar kíktu í heimsókn klukkan eitt í dag. „Þau slógu í gegn hjá börnunum. Það voru extra margir hérna þá sem voru að fylgjast með þeim.“

Olga segir fjölbreytnina aldrei hafa verið meiri. „Það er eitthvað fyrir alla á básunum hérna enda hefur aldrei verið svona fjölbreytt úrval hjá okkur.“

Ýmissa grasa kennir á markaðnum.
Ýmissa grasa kennir á markaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flestir voru í miklu stuði.
Flestir voru í miklu stuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Viðskiptavinir virða fyrir sér barnaföt.
Viðskiptavinir virða fyrir sér barnaföt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flestir básanna eru nokkuð skrautlegir, samanber þennan.
Flestir básanna eru nokkuð skrautlegir, samanber þennan. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjölbreytt úrval fatnaðar er að finna í Víkingsheimilinu.
Fjölbreytt úrval fatnaðar er að finna í Víkingsheimilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK