Kolefnisjafna bílaflotann

Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar er fóðurbransinn kannski ekki sá sem ...
Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar er fóðurbransinn kannski ekki sá sem mestan hagnað gefur, en hann sé stöðugur og ekki sé mikið um sveiflur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bylting er að verða í tækniþróun í fóðurframleiðslu með tilkomu nýs íblöndunarefnis í fóður fyrir jórturdýr, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar.

Eyjólfur segir frá því í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag að um 10% af kolefnislosun heimsins komi frá jórturdýrum, en von sé á nýju bætiefni á markaðinn innan þriggja ára sem minnka muni metangaslosun og um leið kolefnisspor jórturdýra um 30%.

„Þetta er íblöndunarefni í fóður og þegar það kemur á markaðinn mun það minnka árlegan kolefnisútblástur hér á Íslandi um meira en sem nemur útblæstri alls íslenska bílaflotans.“

Hann segir að ríkisstjórnir bæði Nýja-Sjálands og Noregs hafi nú til skoðunar að banna sölu fóðurs í löndunum nema það innihaldi þetta nýja efni þegar það verður tilbúið. „Það er búið að prófa efnið í tilraunabúum með 7-800 kýr í Bandaríkjunum og Kanada og það hefur gefið mjög góða raun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK