Hlutabréf Icelandair rjúka upp eftir uppgjörið

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um tæplega 9% í 44 milljóna viðskiptum nú í morgun. Stendur gengi bréfanna í 7,26 krónum á hlut og hefur hækkað úr 6,67 krónum á hlut við upphaf viðskipta.

Í gær var afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi kynnt, en þar kom fram að hagnaður félagsins á ársfjórðungnum væri 7,5 milljarðar og gert væri ráð fyrir að afkoma næsta ársfjórðungs yrði betri en í fyrra. Þá hefur einnig spá félagsins um heildarafkomu ársins lagast talsvert frá því sem áður var spáð.

Í morgun fór svo fram uppgjörsfundur félagsins og kom þar meðal annars fram að félagið vænti frekari bóta frá Boeing vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-8 véla félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK