Icelandair væntir frekari bóta frá Boeing

Icelandair gerir ráð fyrir frekari bótum frá Boeing vegna kyrrsetningu …
Icelandair gerir ráð fyrir frekari bótum frá Boeing vegna kyrrsetningu MAX-8-vélanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt samkomulag var gert milli Icelandair og Boeing í gær vegna kyrrsetningar MAX-8-vélanna og mun það samkomulag koma fram í uppgjöri Icelandair á næsta ári. Þetta sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningarfundi vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs á Hótel Natura í morgun.

Hann sagði jafnframt viðræður um frekari skaðabætur vegna kyrrsetningarinnar enn í gangi og gert sé ráð fyrr að vélarnar verði kyrrsettar út febrúarmánuð. Af þeim 14 vélum sem teknar voru úr umferð gerir félagið ráð fyrir að níu verði í notkun næsta sumar, nema til frekari frestunar komi sem félagið telur að ekki verði.

MAX-8-áhrif ekki birt framvegis

Þá hyggst Icelandair ekki birta frekari upplýsingar um áhrif stöðu MAX-8-vélanna á reksturinn eins og gert hefur verið áður þar sem viðræður við Boeing standi enn yfir. „Þessar viðræður hafa gengið ágætlega,“ sagði Bogi Nils.

Fram kom í máli Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra Icelandair, að inni í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung hafi verið bætur frá bótum, en sem fyrr segir væntir félagið frekari bóta frá Boeing.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK