Tölvubilun lokar hlutabréfamörkuðum Norðurlanda og Eystrasalts

Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar hér á Íslandi.
Magnús Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar hér á Íslandi. mbl.is/Eggert

Hlutabréfamarkaðir Nasdaq á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum liggja niðri þessa stundina vegna tæknilegrar bilunar, en alls er um átta kauphallir að ræða.

Öllu var lokað kl. 10:05, en í morgun höfðu markaðsaðilar átt í vandræðum með að ná sambandi við sjálfan markaðinn, samkvæmt því sem Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar sagði við Viðskiptablaðið.

„Það voru vísbendingar um vandræði rétt fyrir níuleytið,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Kauphallarinnar, í samtali við mbl.is. Ekki kom strax í ljós hve víðtæk bilunin var, en er það kom í ljós voru öll viðskipti með hlutabréf stöðvuð. Skuldabréfamarkaður er opinn.

„Þá var gefin út tilkynning um stöðvun á viðskiptum, kl. 10:05,“ segir Kristín og þá stöðvuðust allir hlutabréfamarkaðirnir samtímis.

Hún segir aðspurð að þetta sé frekar bagalegt og gerist til allrar hamingju ekki oft.

„Það er bara reynt að leysa þetta eins fljótt og hægt er. Það eru bara „all hands on deck“ eins og menn segja,“ segir Kristín.

Þar til viðskiptin voru stöðvað hafði Icelandair leitt hækkanir á íslenska markaðnum.

Allar hendur eru komnar upp á dekk við að reyna …
Allar hendur eru komnar upp á dekk við að reyna að leysa úr þeim tæknilegu örðugleikum sem loka hlutabréfamörkuðum Nasdaq á Norðurlöndum og í Eystrasaltinu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK