Benedikt hættir hjá Skeljungi

Benedikt Ólafsson hefur látið af störfum sem fjármálastjóri Skeljungs.
Benedikt Ólafsson hefur látið af störfum sem fjármálastjóri Skeljungs.

Benedikt Ólafsson hefur sagt upp störfum sem fjármálastjóri Skeljungs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Skeljungur sendi Kauphöllinni nú í kvöld, en Benedikt hefur verið fjármálastjóri fyrirtækisins í tæp fjögur ár.

Áður sat hann í stjórn Skeljungs á árabilinu 2013-2016.

„Mig langar að þakka stjórn og starfsmönnum fyrirtækisins fyrir þann tíma sem ég hef starfað hjá Skeljungi, bæði sem stjórnarmaður og síðar sem starfsmaður,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningunni. Segir hann það hafa verið lærdómsríkt að taka þátt í að koma Skeljungi á markað hjá Kauphöllinni og þróun fyrirtækisins eftir það. Nú sé hins vegar rétti tíminn til að breyta til.

Að sögn Árna Péturs Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, átti Benedikt mikilvægan þátt í að móta stefnu fyrirtækisins og kveðst hann óska honum alls hins besta í framtíðinni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK