Fimm þátttakendur í forvalinu

Teikning/Hringbrautarverkefnið

Umsóknir hafa verið opnaðar í forvali Hringbrautarverkefnisins hjá Ríkiskaupum vegna þátttökuréttar á yfirferð séruppdrátta vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir meðferðarkjarna sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.

Þátttökubeiðnir bárust frá eftirtöldum fimm aðilum:

EFLA verkfræðistofa
Ferill verkfræðistofa
Frumherji skoðunarstofa
Hnit verkfræðistofa
Verkís verkfræðistofa

Fram kemur í fréttatilkynningu að engin takmörkun hafi verið á fjölda bjóðenda. Forvalsnefnd mun birta niðurstöðu sína fyrir 27. desember en gildistími umsókna er sex mánuðir.

„Umfang sérteikninga í meðferðarkjarnanum er samkvæmt áætlun um 4.700 en forvalið var unnið í samvinnu við byggingarfulltrúann í Reykjavík, en skoðunaraðili skal kanna hvort séruppdrættir sem lagðir verða fram af hönnuðum séu í samræmi við lög um mannvirki og byggingarreglugerð sbr. skoðunarlista og verklag sem tilgreint er í stoðritum Mannvirkjastofnunnar,“ segir enn fremur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK