Asísk hlutabréf fikrast niður á við

Vegfarandi gengur fram hjá upplýsingaskjá kauphallarinnar í Tokyo. Hætt er …
Vegfarandi gengur fram hjá upplýsingaskjá kauphallarinnar í Tokyo. Hætt er við að ný bandarísk lög spilli samskiptum Bandaríkjanna og Kína. AFP

Framan af deginum hafa helstu hlutabréfavísitölur Asíu verið á niðurleið. Hang Seng-vísitalan, sem mælir hlutabréfamarkað Hong Kong, lækkaði mest, eða um 2% en suðurkóreska KS11-vísitalan lækkaði um 1,4%. Japanska Nikkei-vísitalan byrjaði daginn á 0,5% lækkun, að því er Reuters greinir frá.

Vegna þróunarinnar í Asíu tók MSCI-alþjóðavísitalan stefnu niður á við, og lækkaði um 0,39%. Styrkist vísitalan um 0,4% mun hún slá fyrra met frá því í janúar á síðasta ári.

Markaðsgreinendur telja helstu skýringuna á þróun hlutabréfaverðs í Asíu að fjárfestar óttist neikvæð áhrif nýrra laga sem Bandaríkjaþing og -forseti hafa núna samþykkt og kveða á um refsiaðgerðir ef kínversk stjórnvöld brjóta á íbúum Hong Kong. Ráðamenn í Peking eru mjög óhressir með þessi afskipti Bandaríkjastjórnar af innanríkismálum Kína og hætta á að lögin skemmi fyrir samningaviðræðum þjóðanna um að binda enda á tollastríðið sem varað hefur í um 16 mánuði.

Vegna þakkargjörðarhátíðar verða hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum aðeins opnir hálfan daginn í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK