Rausnarlegir bónusar hjá IKEA

AFP

IKEA í Noregi hefur ákveðið að gefa starfsfólki sínu rausnarlega jólabónusa í ár en það á von á að fá rúmlega mánaðarlaun sín í aukagreiðslu fyrir jólin. 

Alls eru starfsmenn IKEA í Noregi þrjú þúsund talsins og kosta bónusarnir IKEA 120 milljónir norskra króna, 1.640 milljónir íslenskra króna.

The Local segir að allt starfsfólk sem hefur unnið í hálft ár eða lengur á árinu fái bónus upp á 113%, það er að allir fái rúmlega mánaðarlaun í bónus. 

Þrátt fyrir að hefð sé fyrir jólagjöfum og bónusum hjá IKEA í Noregi hefur greiðslan ekki verið jafn há áður. 2016 og 2017 fengu starfsmenn IKEA í Noregi greiddar um 12.500 norskar krónur að meðaltali í jólabónus en nú er fjárhæðin um 40 þúsund krónur. Það er 550 þúsund íslenskar krónur. 

Stjórnendur IKEA segja að þegar vel gangi hjá fyrirtækinu sé það starfsfólkinu að þakka og síðasta rekstarár hafi verið gjöfult. „Við höfum góða ástæðu til þess að gefa starfsfólki okkar bónus,“ segir Siv E. Egger Westin sem stýrir samskiptasviði IKEA í Noregi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK