Ryanair hækkar hagnaðarspá

AFP

Írska flugfélagið Ryanair hefur hækkað hagnaðarspá fyrir rekstrarárið vegna mikillar sölu á flugmiðum í kringum hátíðirnar og góðrar bókunarstöðu á fjórða fjórðungi rekstrarársins.

Spáin nú gerir ráð fyrir því að hagnaður Ryanair nemi 950 milljónum til 1,05 milljörðum evra, sem svarar til 131-145 milljarða króna, á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í lok mars. Fyrri spá hljóðaði upp á 800-900 milljóna evra hagnað. Þetta kemur fram í tilkynningu Ryanair í dag.

Þar kemur fram að saman fari mikil sala á flugmiðum í kringum jól og áramót og góð bókunarstaða út rekstrarárið. Aftur á móti sé staðan ekki góð hjá Laudamotion, flugfélagi í eigu Ryanair í Austurríki. Þar sé gert ráð fyrir taprekstri en það megi rekja til lækkunar á verði flugfargjalda vegna harðrar samkeppni, einkum frá þýska flugfélaginu Lufthansa.

Gert er ráð fyrir að Ryanair birti afkomutölur fyrir þriðja ársfjórðung 3. febrúar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK