Skúla stefnt í öllum málunum

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/RAX

Þrotabú WOW air ákvað á skiptafundi í dag að höfða á annan tug riftunarmála vegna greiðslna sem flestar voru framkvæmdar í mars í fyrra. Skiptastjórar þrotabúsins telja að greiðslurnar hafi átt sér stað á vafasömum tíma ef horft er til stöðu fyrirtækisins.

Greiðslurnar eru taldar nema um tveimur milljörðum króna, samkvæmt heimildum RÚV.

Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, er stefnt í öllum málunum og gerðar eru skaðabótakröfur á hendur honum þar sem hann samþykkti þær.

Um er að ræða greiðslur m.a. til flugvélaeigenda, Skúla, ríkissjóðs, Títans og veitingastaðarins Happs. Stærsta riftunarkrafan snýst um kaupréttargreiðslur til Títans, móðurfélags WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK