Icelandair fellir niður 80 ferðir

Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið því að Icelandair hefur fellt niður …
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið því að Icelandair hefur fellt niður 80 flug. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur ákveðið að fella niður 80 flugferðir í mars og apríl vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það er um 2% af öllum leggjum félagsins á þessum tíma sem samkvæmt áætlunum félagsins verða 3.500, að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar.

Þar segir jafnframt að flugfélagið sé að meta hugsanlegar sviðsmyndir vegna útbreiðslu veirunnar og til hvaða aðgerða verður gripið. Þá kveðst félagið munu upplýsa um hvaða áhrif ástandið hefur á fjárhagsstöðu félagsins.

Icelandair segist vera í samstarfi við stjórnvöld og fylgi ráðgjöf þeirra hvað varðar það að vernda heilsufar viðskiptavina og starfsmanna.

Farþegum fjölgaði

Fram kemur í tilkynningu flugfélagsins að farþegum þess fjölgaði um 27% í febrúar þessa árs frá sama mánuði 2019, auk þess fjölgaði ferðum þeirra sem búsettir eru á Íslandi um 4% á sama tíma. Hins vegar fækkaði farþegum sem fljúga með Icelandair og millilenda hér á landi um 17%.

Heildarfjöldi farþega í febrúar var 225.635 sem er aukning um 8%. Það sem af er ári hafa farþegar félagsins verið 435.892 sem er engin breyting frá sama tíma í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK