Stýrivextir lækkaðir í 2,25%

Með því að lækka stýrivexti um 0,5 prósent er slakað …
Með því að lækka stýrivexti um 0,5 prósent er slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um hálft prósentustig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 2,25%. Þetta eru lægstu meg­in­vext­ir bank­ans frá því verðbólgu­mark­mið var tekið upp árið 2001. 

Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Lækkun meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.

Ákvörðun nefndarinnar var flýtt um viku, en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í samtali við ViðskiptaMoggann fyrr í mánuðinum að bankinn væri reiðubúinn að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi til að tryggja lausafé í fjármálakerfinu. Í tilkynningu nefndarinnar segir að með þessum aðgerðum er slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Seðlabanki Bretlands lækkaði stýrivexti sömuleiðis í morgun um hálft prósentustig og eru meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, 0,25%. 

Viðbúið er að útbreiðsla kórónuveirunnar muni hafa talsverð áhrif á íslenskt efnahagslíf til skamms tíma. Í gær kynnti ríkisstjórnin aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um af út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar sem munu til að mynda gagn­ast til að brúa bilið fyr­ir fyr­ir­tæki sem lendi í rekstr­ar­erfiðleik­um. 

Peningastefnunefndin mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK