Þróa veiruhamlandi efni úr lýsi

Lýsi hf. hefur unnið hörðum höndum ásamt teymi vísindamanna í …
Lýsi hf. hefur unnið hörðum höndum ásamt teymi vísindamanna í þróun veiruhamlandi vöru úr lýsi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lýsi hf. er ásamt teymi lækna og vísindamanna að vinna að þróun og framleiðslu á vöru sem hugsanlega gæti lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn veirusmiti með fyrirbyggjandi hætti. Þetta staðfestir Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, í ViðskiptaMoggannum í dag. Hún kveðst hins vegar ekki geta tjáð sig frekar um málið að svo stöddu vegna viðkvæmrar stöðu verkefnisins.

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að fyrirtækið hafi sent rannsóknarstofum erlendis prufur til þess að skoða efni í lýsi sem kunna að geta haft fyrirbyggjandi áhrif á veirusmit í koki og eða hálsi. Nær þetta meðal annars til kórónuveirunnar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK