Ráða fullt af fólki og greiða kaupauka

AFP

Bandaríska verslunarkeðjan Walmart ætlar að ráða 150 þúsund nýja starfsmenn til að mæta aukinni eftirspurn á meðan kórónuveiran herjar á heiminn. Fyrirtækið ætlar að greiða starfsfólki 365 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til 52 milljarða króna, í kaupauka.

Í fyrstu verður um tímabundnar ráðningar að ræða en væntanlega verður stór hluti þeirra fastráðinn í kjölfarið. Allir starfsmenn sem eru í fullu starfi hjá Walmart fá greidda 300 dali í kaupauka en það svarar til 42 þúsund króna. Þeir sem eru í hlutastarfi frá greidda 150 dali. Með þessu vill Walmart verðlauna starfsfólk fyrir gott starf og hversu mikið fólk hefur verið reiðubúið til að leggja á sig fyrir aðra. Eins verða ársfjórðungslegir kaupaukar greiddir fyrr en í venjulegu árferði. 

Amazon hefur einnig tilkynnt að vefverslunin hyggist ráða 100 þúsund nýja starfsmenn í Bandaríkjunum vegna aukinnar vefverslunar. Á sama tíma hafa smærri fyrirtæki lagt upp laupana og hafa 70 þúsund Bandaríkjamenn misst vinnuna síðustu viku vegna þess.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK