Áhöfnin í 14 daga sóttkví í Kína

Eimskip.
Eimskip. Ljósmynd/Eimskip

Eimskip segir að það hafi orðið að fresta fyrirhugðum prufusiglingum á Dettifossi í Kína, en til stóð að sigla síðan skipinu heim til Íslands. Fram kemur í tilkynningu að við komuna til Kína hafi áhöfnin þurft að fara í 14 daga sóttkví. 

Tekið er fram að Eimskip sé í nánum samskiptum við íslenska sendiráðið í Peking og kínverska sendiráðið á Íslandi og allra leiða sé leitað til að vinna með þeim að þessu máli. 

Tilkynningin frá Eimskip er svohljóðandi:

„Eins og þið vitið hefur staðið til í nokkrar vikur að menn færu út til Kína til að taka þátt í prufusiglingunni á Dettifossi og svo sigla skipinu heim. Við höfum unnið að því m.a. í samstarfi við skipasmíðastöðina í Kína, sendiráð Íslands í Peking, kínverska sendiráðið á Íslandi og að sjálfsögðu áhöfnina sjálfa.

Mennirnir lögðu af stað á miðvikudaginn. Við komuna til Kína í gærkvöldi kom í ljós að reglum hafði verið breytt klukkutíma áður en þeir fóru í gegnum tollinn á flugvellinum í Gongzhou og nú þurfa allir sem koma til Kína að fara í 14 daga sóttkví. Þannig er því staðan hjá okkar mönnum núna og það liggur fyrir að prufusiglingin á Dettifossi frestast enn frekar vegna þessa.

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að okkar mönnum meðan á sóttkví stendur og hjálpum þeim að láta tímann líða eins hratt og mögulegt er. Við erum í nánum samskiptum við íslenska sendiráðið í Peking og kínverska sendiráðið á Íslandi og leitum allra leiða til að vinna með þeim að þessu máli.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK