Ver milljörðum í þróun bóluefnis

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft. AFP

Milljarðamæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, hyggst verja milljörðum bandaríkjadala í baráttuna gegn kórónuvírusnum. Verður fjárframlagið nýtt til uppbyggingar verksmiðja fyrir fyrirtæki sem líkleg þykja til að þróa bóluefni gegn veirunni.

Að því er haft er eftir Gates vinnur góðgerðarsjóður hans og Melindu, eiginkonu hans, nú með sjö framleiðendum, sem allir eiga það sameiginlegt að vinna hörðum höndum að því að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. „Við teljum að með fjárframlagi okkar sé hugsanlegt að hægt verði að hraða myndun bóluefnis,“ er haft eftir Gates.

Að sögn Gates er ólíklegt að framleiðendurnir séu allir á réttri leið. Með uppbyggingu framangreindra verksmiðja sé ferlinu hins vegar hraðað, sem jafnframt flýtir ferlinu hjá þeim framleiðendum sem nálgast myndun bóluefnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK