Landsbankinn lækkar útlánsvexti

Vaxtaákvörðun nú tekur einkum mið af nýlegri lækkun bankaskatts, sem …
Vaxtaákvörðun nú tekur einkum mið af nýlegri lækkun bankaskatts, sem var hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna Covid-19 faraldursins. mbl.is/Árni Sæberg

Útlánsvextir hjá Landsbankanum lækka þegar ný vaxtatafla tekur gildi 14. apríl. Þannig lækka breytilegir vextir íbúðalána um 0,10 prósentustig, fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir lækka um 0,30-0,40 prósentustig og fastir verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða lækka um 0,10 prósentustig. Innlánsvextir í íslenskum krónum verða óbreyttir.

Kjörvextir til fyrirtækja og breytilegir vextir vegna bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 prósentustig. Yfirdráttarvextir verða óbreyttir.

Landsbankinn lækkaði síðast vexti 23. mars sl., í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands.

„Vaxtaákvörðun nú tekur einkum mið af nýlegri lækkun bankaskatts, sem var hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna Covid-19-faraldursins. Bankaskattur er lagður á heildarskuldir fjármálafyrirtækja og er skatturinn, þrátt fyrir þessa lækkun, enn töluvert hærri en í öðrum ríkjum sem við berum okkur saman við,“ segir í tilkynningu frá Landsbankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK