OR fer í verkefni fyrir tvo milljarða

Orkuveita Reykjavíkur eykur við fjárfestingar til örva hagkerfið.
Orkuveita Reykjavíkur eykur við fjárfestingar til örva hagkerfið. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárfestingar Orkuveitur Reykjavíkur verða auknar um samtals tvo milljarða á árinu 2020 til þess að bregðast við þeim afleiðingum sem Covid-19-faraldurinn hefur fyrir atvinnulífið. Árið 2021 verða þær auknar um allt að fjórum milljörðum.

Það var á stjórnarfundi í dag sem ákveðið var að ráðast í þessar aðgerðir og með þeim „vill OR sýna samfélagslega ábyrgð í verki og auka fjárfestingar í verkefnum sem hafa mikil áhrif í samfélaginu með það að leiðarljósi að viðhalda atvinnustiginu í landinu“, segir í tilkynningu.

Veitur, eitt dótturfyrirtækja OR, hafa undanfarið skilgreint verkefni sem gætu komið til greina sem viðbótarverkefni 2020 en gert er ráð fyrir því að framkvæmdir við veitukerfin verði uppistaðan í þeim fjárfestingarverkefnum sem ráðist verður í. Lagt er upp með að verkefnin verði mannaflsfrek og að þau verði sem víðast á starfssvæði Veitna.

Stjórn samþykkti einnig að leggja til við aðalfund OR að hækka arðgreiðslu til eigenda (sem eru sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Borgarbyggð og Akranesbær) sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsspá, úr 1.750 milljónum króna í 3.000 milljónir króna sem jafngildir um 1,6% af eigin fé í árslok 2019.

Fyrirséð er að auknar fjárfestingar, arðgreiðslur og verri efnahagshorfur almennt muni auka fjármögnunarþörf OR, segir í tilkynningunni. Því var samþykkt að auka heimild til fjármögnunar í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu eða bankalána úr 13 milljörðum króna, samkvæmt áður birtri fjárhagsspá, í allt að 30 milljarða. Hluti aukinnar fjármögnunarheimildar er ætlaður til endurfjármögnunar á lánum sem eigendur OR veittu fyrirtækinu á árunum 2011 og 2013 sem hluta af aðgerðaáætlun OR og eigenda um viðbrögð við fjárhagsvanda OR, sem gekk undir nafninu Planið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK