99% samdráttur í farþegaflugi um Keflavík

Ekkert er um að vera í flugstöðinni í Keflavík og …
Ekkert er um að vera í flugstöðinni í Keflavík og mun hrunið hafa miklar afleiðingar fyrir Isavia. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli hefur dregist svo mikið saman að farþegatölur vitna um 99% samdrátt sé horft eitt ár aftur í tímann. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir að engar áætlanir hafi getað búið fyrirtækið undir þær hremmingar sem nú ríða yfir. Það sé þó lán í óláni að lausafjárstaða þess hafi verið mjög sterk um áramót eða u.þ.b. 9 milljarðar króna. Það tryggi stöðu þess til komandi mánaða.

„Það eru um fimm mánuðir ef við skrúfum fyrir allar fjárfestingar. Ef farþegum fjölgar hins vegar aftur með þeim hætti sem ég lýsti áðan, þ.e. hægt en að umsvif verði komin í gang með haustinu, þá ættum við að geta komist í gegnum árið án þess að þurfa að sækja okkur aukna fjármögnun. Það er hins vegar hætt við að þá verði lausafjárstaðan komin á þann stað sem okkur liði ekki vel með hana og því finnst mér líklegt að á næstu vikum og mánuðum munum við leita leiða til að tryggja okkur viðbótar fjármögnun til að mæta lakara sjóðstreymi en fyrri áætlanir hafa gert ráð fyrir.“ Sveinbjörn segist sannfærður um að flugstarfsemin muni ná sér á strik að nýju og að þá muni Isavia láta til sín taka með markaðssetningu. Það verði átak sem ráðist verði í samhliða herferð stjórnvalda sem miði að því að kynna Ísland sem spennandi áfangastað.

Hann segir að Isavia hafi mörg tækifæri til að koma Íslandi á kortið að nýju, samstarf við flugfélög og flugvelli muni skipta þar miklu máli.

Hægt er að lesa ítarlegt viðtal við Sveinbjörn Indriðason, forstjóra Isavia, hér á mbl.is í netútgáfu Morgunblaðsins:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK