Axel Þór nýr sölustjóri Microsoft á Íslandi

Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem …
Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem þjónustustjóri Microsoft Services á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Axel Þór Eysteinsson hefur tekið við starfi sölustjóra stærri viðskiptavina Microsoft á Íslandi. Hlutverk hans er að halda utan um viðskipti við alla stærri viðskiptavini Microsoft á Íslandi og veita þeim ráðgjöf sem miðar að því að þeir fái sem mest út úr þjónustu Microsoft, að því er segir í tilkynningu.

Microsoft á Íslandi er hluti af öflugu teymi sem heyrir undir Evrópusvið Microsoft. Í teyminu eru um 30 manns með aðsetur á Íslandi, Danmörku og Írlandi, þar af fimm á Íslandi. „Í teyminu er fólk með mjög fjölbreytta þekkingu, reynslu og bakgrunn sem ásamt sterkri nærveru á Íslandi gerir okkur kleift að veita samstarfsaðilum og viðskiptavinum okkar á Íslandi þann stuðning sem þarf til ná árangri,“ er haft eftir Axel Þór.

Verkefni Microsoft á Íslandi er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að ná meiri árangri með því að koma því besta sem Microsoft hefur upp á að bjóða í hendurnar á þeim, en þar má nefna tækni eins og Office 365, Azure og Dynamics.

Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem þjónustustjóri Microsoft Services á Íslandi, þar áður starfaði Axel sem viðskiptastjóri hjá Skyggi/TM Software árin 2004-2007. Hann útskrifaðist með BS í Business Systems Analysis and Technology frá University of Louisiana árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK