Axel Þór nýr sölustjóri Microsoft á Íslandi

Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem …
Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem þjónustustjóri Microsoft Services á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Axel Þór Eysteinsson hefur tekið við starfi sölustjóra stærri viðskiptavina Microsoft á Íslandi. Hlutverk hans er að halda utan um viðskipti við alla stærri viðskiptavini Microsoft á Íslandi og veita þeim ráðgjöf sem miðar að því að þeir fái sem mest út úr þjónustu Microsoft, að því er segir í tilkynningu.

Microsoft á Íslandi er hluti af öflugu teymi sem heyrir undir Evrópusvið Microsoft. Í teyminu eru um 30 manns með aðsetur á Íslandi, Danmörku og Írlandi, þar af fimm á Íslandi. „Í teyminu er fólk með mjög fjölbreytta þekkingu, reynslu og bakgrunn sem ásamt sterkri nærveru á Íslandi gerir okkur kleift að veita samstarfsaðilum og viðskiptavinum okkar á Íslandi þann stuðning sem þarf til ná árangri,“ er haft eftir Axel Þór.

Verkefni Microsoft á Íslandi er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að ná meiri árangri með því að koma því besta sem Microsoft hefur upp á að bjóða í hendurnar á þeim, en þar má nefna tækni eins og Office 365, Azure og Dynamics.

Axel Þór hefur starfað hjá Microsoft síðustu 13 ár sem þjónustustjóri Microsoft Services á Íslandi, þar áður starfaði Axel sem viðskiptastjóri hjá Skyggi/TM Software árin 2004-2007. Hann útskrifaðist með BS í Business Systems Analysis and Technology frá University of Louisiana árið 2004.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK