Gengi hlutabréfa Icelandair rýkur upp

Icelandair Group er á leið í hlutafjárútboð.
Icelandair Group er á leið í hlutafjárútboð. mbl.is/Eggert

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um tæplega 18% í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Viðskipti með bréfin eru þó takmörkuð eða rétt ríflega 14 milljónir króna. Er gengið nú 1,92 kr. 

Hluthafafundur Icelandair var haldinn á föstudag þar sem samþykkt var að fara í hlutafjárútboð. Stefnir félagið á að safna 22-29 milljörðum króna í umræddu útboði, en félagið á líkt og önnur flugfélög í talsverðum erfiðleikum. 

Að flugfélaginu undanskildu er fremur lítil hreyfing á viðskiptum í Kauphöllinni. Þó hafa mikil viðskipti verið með hlutabréf Marels það sem af er degi eða rétt um 840 milljónir kr. Hafa bréf félagsins hækkað um 2,19%.  

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK