Kísillinn ekki frá Helguvík

Kísilverksmiðjan í Helguvík.
Kísilverksmiðjan í Helguvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enginn kísilmálmur hefur verið seldur frá Stakksbergi, dótturfélagi Arion banka sem keypti allar eignir þrotabús United Silicon. Ekki er því um að ræða kísil frá fyrirtækinu hafi verið seldur til Bandaríkjanna á síðasta ári, en tvö stór kísilmálfyrirtæki hafa skorað á viðskiptaráðuneyti og viðskiptaráð Bandaríkjanna að leggja innflutningstolla á Ísland og þrjú önnur lönd vegna þess sem þau kalla ósanngjarna niðurgreiðslu við framleiðslu vörunnar.

Fréttablaðið greindi frá málinu fyrst í vikunni og var þar meðal annars vísað til þess að miðað við skráð innflutt magn af kísilmáli frá Íslandi til Bandaríkjanna upp á 19 þúsund tonn í fyrra og 5.500 tonn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, þá mætti leiða líkur að því að það væru gamlar birgðir frá United Silicon sem hefðu verið seldar á undirverði.

Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri Stakksbergs, segir hins vegar að við kaup á eignum þrotabúsins hafi ekki fylgt neinar birgðir af kísilmálmi. Því hafi ekki neinn kísilmálmur verið seldur frá Stakksbergi, hvorki til innlendra eða erlendra aðila. Hann segir félagið þó hafa selt hráefnsibirgðir til aðila innanlands fyrir um 280 milljónir króna.

Þórður segir einnig að miðað við þær upplýsingar sem liggi fyrir þá hafi heildarframleiðsla United silicon á starfstíma sínum verið um 8 þúsund tonn. Hann tekur þó fram að ekki séu nákvæmar upplýsingar til staðar hvert sú framleiðsla hafi verið seld.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK