LIVE hafi ekki tekið þátt í útboðinu

Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í húsi verslunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group sem hófst í gærmorgun og lauk klukkan 16 í dag. Þetta hefur Fréttablaðið eftir heimildum og greinir frá. Þar kemur einnig fram að ágreiningur hafi verið milli fulltrúa atvinnurekenda og fulltrúa VR í stjórn LIVE um þátttöku í útboðinu.

Fréttastofa RÚV hefur það hins vegar eftir heimildum sínum að allir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafi tekið þátt í útboðinu. LIVE er einmitt einn stærsti lífeyrissjóður landsins og um leið næststærsti hluthafi Icelandair Group með tæplega 12% hlut í félaginu.

Ekki hefur verið greint frá því enn sem komið er hvernig hlutafjárútboðið gekk en stefnt var að því að safna 20 milljörðum.

Greint hefur verið frá því að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafi skráð sig fyrir tveggja milljarða króna hlut og að Micheal Roosevelt Edwards, sem áður gekk undir nafninu Ballarin, hafi skráð sig fyrir sjö milljarða króna hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK