Bakarameistarinn kaupir þrotabú Jóa Fel

Úr verslun Bakarameistarans
Úr verslun Bakarameistarans Haraldur Jónasson/Hari

Samkvæmt heimildum Viðskiptamoggans hefur Bakarameistarinn keypt þrotabú Jóa Fel bakarís og hyggst opna aftur útibúin við Holtagarða og Spöngina. 

mbl.is skýrði frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði tekið bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar til gjaldþrotaskipta eftir að beiðni þar um barst frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna vegna vangoldinna iðgjalda

Markaði það endalok á umfangsmiklum bakarísrekstri, veisluþjónustu og þekktu vörumerki Jóa Fel, sem stofnað var árið 1997. Heimildir kveða að margir hafi sýnt þrotabúinu áhuga, bæði vegna tækjabúnaðar og vörumerkis, en hraðar hendur hafi ráðið því að það féll Bakarameistaranum í skaut. Nú standi yfir endurbætur á nefndum tveimur stöðum sem munu opna sem útibú Bakarameistarans á næstu dögum

Bakarameistarinn er í eigu hjónanna Sigþórs Sigurjónssonar og Sigrúnar Stefánsdóttur, sem stofnuðu fyrirtækið árið 1977. Reksturinn samanstendur af bakarí, kaffihúsum og veisluþjónustu. Sjö kaffihús/bakarí eru rekin á höfuðborgarsvæðinu og verða því níu innan skamms. 

Hjá fyrirtækinu starfa um 170 manns og standa mun til að bæta við starfsfólki í afgreiðslu og bakstur í nýju útibúin. Samkvæmt heimasíðu Jóa Fel störfuðu þar um 70 manns. 

Samkvæmt heimildum stendur ekki til að nýta vörumerki Jóa Fel, sem mun því að öllum líkindum hverfa úr umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK